Um verkefni­

Verkefnið Græn skref sveitarfélaganna á Vestfjörðum snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi sveitarfélaganna  ásamt því að skapa fordæmi í því að minnka umhverfisáhrif með kerfisbundnum hætti. Verkefnið er liður í verkefninu Umhverfisvottaðir Vestfirðir en sveitarfélögin fengu silfur vottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck fyrir starfsárið 2016.  Verkefnið er byggt á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar sem var tekið upp í október 2011 en er það innblásið frá umhverfisstjórnunarkerfi Harvard háskóla í Bandaríkjunum sem nefnist Green Office og er ætlað að minnka neikvæð umhverfisáhrif háskólans.

 

Allir vinnustaðir sveitarfélaganna á Vestfjörðum sem hafa samþykkt að koma inn í verkefnið eiga að vera þátttakendur í Grænum skrefumfyrir lok árs 2018. 

Svipmynd