Sk˙li Gautason | laugardagurinn 21. jan˙ará2017

Styrkir Ý bo­i fyrir frumkv÷­lakonur

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2017 lausa til umsóknar.

 

Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum.

• Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.
• Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
• Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar.
• Viðskiptahugmynd sé vel útfærð.
• Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000), til markaðssetningar og gerðar
markaðsáætlunar, vöruþróunar, hönnunar og efniskostnaðar.
• Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna
fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma
henni í framkvæmd.


Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur
kr. 4.000.000. Ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 600.000.

Umsóknarfrestur er frá 20.janúar til og með 20.febrúar og skal sækja um rafrænt á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is
Athugið að búið er að taka í notkun nýtt umsóknarkerfi og búa þarf til aðgang að síðunni til að geta hafið umsóknarvinnuna.

Á heimasíðu verkefnisins má finna nánari upplýsingar um reglur og skilyrði sem þarf að uppfylla auk þess sem starfsmaður gefur nánari upplýsingar.

asdis.gudmundsdottir@vmst.is

 

LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | ■ri­judagurinn 10. jan˙ará2017

Ver­launaafhending Ý h÷nnunarkeppninni Tu­ran

Vinningshafara Ý Tu­runni. ┴ myndinni er einnig verkefnastjˇri sem heldur ß vinningstu­ru sem lenti Ý 3 sŠti
Vinningshafara Ý Tu­runni. ┴ myndinni er einnig verkefnastjˇri sem heldur ß vinningstu­ru sem lenti Ý 3 sŠti
1 af 5

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa undanfarin ár unnið að því að fá Vestfirði umhverfisvottaða. Árið 2016 fengu sveitarfélögin vottun fyrir starfsemi sína fyrir árið 2015 og er það ætlun þeirra að halda áfram með það verkefni.  


Verkefnið plastpokalausir Vestfirðir varð til sem hliðarverkefni út frá  umhverfisvottuninni.
Með því verkefni eru sveitarfélögin að hvetja íbúa á Vestfjörðum til að minnka
notkun plastpoka og finna aðrar umhverfisvænni lausnir í staðin. Til að vekja
enn frekar áhuga á verkefninu var ákveðið að halda hönnunarkeppni sem myndi
bera heitið  Tuðran. Markmiðið var að fá
einstaklinga til að huga að hráefni sem væri hægt að nýta og félli til á heimaslóðum
og færi í rusl eða flokkun.  Nemendur á
grunnskólaaldri voru sértaklega hvattir til að taka þátt í keppninni, en einnig
einstaklingar og fyrirtæki og voru sendir póstar í alla skóla á Vestfjörðum til
að vekja athygli á keppninni.


Nßnar
Sk˙li Gautason | mßnudagurinn 2. jan˙ará2017

Írnßmskei­ um ger­ styrkumsˇkna

Haldin verða nokkur námskeið um gerð styrkumsókna, en á miðnætti mánudagsins 9. janúar rennur út umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða. 

Þeir Skúli Gautason, menningarfulltrúi og Valgeir Ægir Ingólfsson, atvinnumálafulltrúi, halda örstutt námskeið í gerð umsókna og bjóða upp á viðtöl og ráðgjöf í kjölfarið.

 

Námskeiðin verða á eftirtöldum stöðum:

Birkimelur                                 3. janúar kl. 14:00

Skor Patreksfriði                       3. janúar kl. 17:00

Skrímslasetrið Bíldudal              3. janúar kl. 20:30

Hópið Tálknafirði                       4. janúar kl. 12:00

Bókasafnið Reykhólum               4. janúar kl. 17:00

 

Vestrahúsinu á Ísafirði               5. janúar kl. 14:00

Magnea Garðarsdóttir starfsmaður Atvest mun halda námskeiðið á Ísafirði

 

Við vonum að sem festir nýti sér þessi námskeið, en þau eru ókeypis og öllum opin.

Svipmynd